Afldreifitöflur
Afldreifitöflur
Sérpöntun. Sendið fyrirspurn á rst@rst.is
Töflurnar sem smíðaðar eru hjá RST Neti eru gerðar í samstarfi við danska töfluframleiðandann CUBIC sem er með mikið úrval af töflum, svo sem ryðfría skápa, 19" tölvuskápa og venjulega veggskápa í öllum stærðum og gerðum.
CUBIC eru fremstir í sérsmíði á stórum afldreifiskápum upp að 6300A og gerir þrívíddarforritið GALAXY3 frá CUBIC hönnunina lausnamiðaða og hagkvæma.
- Allar merkingar á skáp og rofum eru með vösum svo auðvelt sé að breyta um merki eða nefna skápinn með ákveðnu kerfi sem verkkaupi vill hafa
- Með skápnum kemur alltaf einn 160A línurofi fyrir spennumælingu og spennufæðingu á spennubreyti. Þá er einnig hægt að tengja stöðvarnotkun inn á þennan línurofa.
- Töflurnar eru snertifríar sem eykur öryggi starfsmanna
- Skinnukerfið sem við bjóðum upp á er auðvelt í notkun. Ekki þarf að gera kerfið spennulaust til að bæta við eða taka í burtu rofa.
Share
